Forsíða
3.3 Stærðir sjóðsins

Trygg­inga­fræði­leg staða

Athugun á tryggingafræðilegri stöðu hefur þann tilgang að meta eignir sjóðsins á móti þeim skuldbindingum sem felast í áunnum réttindum og framtíðarréttindum sjóðfélaga til lífeyris.

Í tryggingafræðilegri úttekt er metið hvort jafnvægi sé milli heildareigna og heildarskuldbindinga lífeyrissjóðsins. Þannig er annars vegar lagt mat á hreina eign sjóðsins til greiðslu lífeyris ásamt reiknuðu núvirði framtíðariðgjalda virkra sjóðfélaga og hins vegar núvirði væntanlegs lífeyris vegna þegar greiddra iðgjalda. Ef mismunur, á þannig reiknuðum heildareignum og heildarskuldbindingum, er meiri en 10% er hlutaðeigandi sjóði skylt að gera nauðsynlegar breytingar á samþykktum sjóðsins. Sama gildir ef munur hefur haldist meiri en 5% samfellt í fimm ár. Miðað er við að ávöxtun eigna sjóðsins verði árlega 3,5% umfram hækkun vísitölu neysluverðs. 

Reikniforsendur um örorku-, giftingar- og barnalíkur eru breyttar frá síðustu tryggingafræðilegri athugun sjóðsins. Hvað varðar örorkulíkur er nú miðað við reynslu áranna 2018-2023 en þegar litið er til meðaltals allra lífeyrissjóða reyndust örorkulíkur hafa lækkað frá tímabilinu 2011-2016, einkum hjá körlum. Giftingarlíkur og meðalaldur maka og barneignalíkur hafa einnig verið uppfærðar og er nú byggt á reynslu áranna 2019-2023. Örorkulíkur eru aðlagaðar að reynslu hverrar deildar hjá Brú.

Miðað er við að ávöxtun eigna sjóðsins verði árlega 3,5% umfram hækkun vísitölu neysluverðs

Áfallin lífeyrisskuldbinding

fjárhæðir í m.kr.

Áfallin lífeyrisskuldbinding sýnir réttindi sem núverandi sjóðfélagar og lífeyrisþegar hafa áunnið sér.

20242023202220212020
Ellilífeyrir287.766256.452238.831201.168161.485
Örorkulífeyrir30.54427.14825.30420.40015.734
Makalífeyrir7.1095.8135.4684.6714.843
Barnalífeyrir809792700549454
Núvirði framtíðarrekstrarkostnaðar*4.7764.2033.6943.1492.641
Áfallin skuldbinding samtals331.004294.406273.997229.937185.156
*Núvirði framtíðarrekstrarkostnaðar telst frá árinu 2020 til skuldbindinga en var áður til frádráttar eignum.